Enski boltinn

Segir skot­mark Arsenal að­eins vera á eftir Mbappé og Vinicíus í sinni stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mykhaylo Mudryk [til vinstri] er eftirsóttur.
Mykhaylo Mudryk [til vinstri] er eftirsóttur. Cathrin Mueller/Getty Images

Darijo Srna, yfirmaður knattspyrnumála hjá Shakhtar Donetsk, telur Mykhailo Mudryk einn besta leikmann heims í sinni stöðu.

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar.

Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna.

Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu.

Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd.

Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×