Erlent

Segir Rússa reiðubúna til að semja

Árni Sæberg skrifar
Pútín kveðst tilbúinn til samningaviðræðna.
Pútín kveðst tilbúinn til samningaviðræðna. Contributor/Getty

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu.

„Við erum reiðubúnir að semja við alla hlutaðeigandi um ásættanlega lausn en það er undir þeim komið — það eru ekki við sem neitum að semja, það eru þeir,“ segir forsetinn í viðtali við ríkissjónvarp Rússlands.

Í frétt Reuters um málið segir að Willam Burns, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, hafi sagt fyrr í mánuðinum að mat stofnunarinnar væri að Rússland væri ekki reiðubúið til að ganga til raunverulegra samningaviðræðna.

Þá sagði Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís Úkraínuforseta, á Twitter á dögunum að Rússar hafi ráðist inn í Úkraínu og væru að drepa almenna borgara landsins. „Rússar vilja ekki samningaviðræður, en þeir reyna að koma sér undan ábyrgð.

Eigi engra annarra kosta völ en að verja ríkisborgara

Í viðtalinu segir Pútín að Rússland sé á réttri leið í Úkraínu vegna þess að vesturlönd séu að reyna að kljúfa Rússland í sundur. Hann segir Bandaríkin leiða þær aðgerðir en yfirvöld í Washington hafa staðfastlega neitað að hafa nokkra aðkomu að slíku ráðabruggi.

„Við erum að vernda hagsmuni þjóðarinnar, hagsmuni ríkisborgara okkar, fólksins okkar. Við eigum engra annarra kosta völ en að vernda ríkisborgara okkar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×