Høgni Hoydal er nýr varalögmaður og utanríkis- og atvinnumálaráðherra. Ruth Vang verður fjármálaráðherra.
Alls skipa níu ráðherrar nýju landsstjórnina, fimm karlar og fjórar konur, sem í Færeyjum kallast landsstýrismaður og landsstýriskvinna. Fjórir ráðherrar eru frá Jafnaðarflokknum, þrír frá Þjóðveldi og tveir frá Framsókn. Bjørt Samuelsen frá Þjóðveldi var kjörin formaður Lögþingsins.

Aðrir ráðherrar Jafnaðarflokksins eru Margit Stórá, sem fer með heilbrigðismál, Djóni Nolsøe Joensen, sem fer með barna- og félagsmál, og Ingilín D. Strøm, sem fer með umhverfismál.
Frá Þjóðveldi fer Sirið Stenberg með menntamál og Dennis Holm með sjávarútvegsmál og frá Framsókn fer Bjarni K. Petersen með dóms- og innanríkismál.