„Fór eins óheppilega og gat verið á fyrsta ári“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 10:01 Breiðablik burstaði fyrsta 27 leikja Íslandsmótið og hér má sjá nokkra af lykilmönnum liðsins með Íslandsskjöldinn. Það eru þeir Oliver Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson, Gísli Eyjólfsson, Viktor Örn Margeirsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Víðir Sigurðsson hefur gefið út bókina um Íslenska knattspyrnu í fjörutíu ár og á dögunum kom út 42. bókin í bókaflokknum. Sú nýjasta sker sig úr meðal allra hinna og ekki bara með því að vera með fleiri blaðsíður. Guðjón Guðmundsson hitti Víðir Sigurðsson og ræddi við hann um íslenska knattspyrnu og nýju bókina. Víðir hefur skrifað bókina um Íslenska knattspyrnu samfellt frá árinu 1982. Í ár eru kápurnar á bókinni tvær og prýða Íslandsmeistarar Breiðabliks aðra kápuna en Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hina. Öðruvísi ár Hvað einkenndi knattspyrnuárið sem er að líða að mati Víðis? „Þetta var mjög öðruvísi ár ef við horfum á Íslandsmótið hér heima. Nú var keppnisfyrirkomulaginu breytt, mótið lengt, spilað út október og spiluð einföld umferð milli sex efstu og sex neðstu liðanna í Bestu deild karla sem verður svo gert á næsta ári í Bestu deild kvenna. Þetta var tímabær lenging á tímabilinu hérna á Íslandi,“ sagði Víðir Sigurðsson. Hér má sjá báðar útgáfurnar af bókinni um Íslenska knattspyrnu 2022.Fésbókin/Íslensk knattspyrna Fyrirkomulagið mun festa sig í sessi Fólk var misjafnlega ánægt með þessa stóru breytingu á Íslandsmótinu. „Þetta fór eins óheppilega og gat verið á fyrsta ári. Við vitum það að mót eru misjafnlega spennandi. Stundum, þó að það væri bara venjulegt 22 umferða mót, þá getur það verið búið löngu áður. Það gerðist núna, úrslitin voru ráðin snemma og þess vegna var ekki spenna í lokaumferðunum,“ sagði Víðir en hvernig sér hann þetta fyrir sér á komandi árum? Víðir Sigurðsson ræðir við Guðjón Guðmundsson.S2 Sport „Ég held að þetta fyrirkomulag muni bara festa sig í sessi. Við eigum eftir að sjá meiri útfærslu á þessu á næsta ári því þá er tekið upp umspil um að komast upp í Bestu deildina og svo framvegis. Þetta er sem betur fer allt í þróun og mótun. Tímabilið er að lengjast og við eigum að sjá það enn þá lengra á næsta ári því það byrjar fyrr,“ sagði Víðir. Ofurstutt tímabil hefur háð íslenska boltanum „Þetta er það sem hefur alltaf vantað í íslenska fótboltann því þetta ofurstutta tímabil hefur háð honum í mörg mörg ár,“ sagði Víðir. Guðjón vildi fá að vita skoðun Víðis á atvinnumönnunum okkar sem gengur illa að komast í stóru liðin í Evrópu karlamegin. „Hvað veldur,“ spurði Gaupi. Klippa: Víðir Sigurðsson gefur út bókina um Íslenska knattspyrnu Gætu náð langt „Þegar stórt er spurt. Við höfum ekki gert mikið af því í nokkuð mörg ár en það er að koma upp ung kynslóð af leikmönnum núna sem gætu náð langt. Þeir hafa verið að koma inn í A-landsliðið á síðustu einu, tveimur árum,“ sagði Víðir. „Ef við horfum hins vegar kvennamegin þá eru stúlkurnar okkar í hverju stórliðinu á fætur öðru. Þar eru þær komnar á toppinn margar hverjar,“ sagði Víðir. En hvað með A-landslið karla? Erum við að fara á stórmót með liðið á næstu árum? „Það finnst mér frekar ólíklegt en það má alltaf láta sig dreyma og liðið mun vonandi geta verið í baráttu um að komast þangað. Við vitum alveg að ef allt gengur upp þá er ekkert ómögulegt í fótbolta. Það verður mjög erfitt,“ sagði Víðir. Væri hættur ef þetta væri leiðinlegt Gaupi vildi vita hvort það verði aldrei leiðinlegt að skrifa svona bók í meira en fjörutíu ár. „Nei það hefur ekki orðið það hingað til. Þá væri ég bara hættur þessu ef þetta væri leiðinlegt. Þetta er bara partur af því að fylgjast með, skrá það hjá sér jafnóðum það sem gerist og sjá það síðan koma út í einu lagi. Geta síðan flett upp í því eftir á. Þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Víðir sem byrjar strax á næstu bók. „Já bara um leið og fyrstu leikir eru spilaðir. Það eru landsleikir 8. og 12. janúar sem dæmi og þá verð ég byrjaður að skrifa,“ sagði Víðir Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Víðir Sigurðsson og ræddi við hann um íslenska knattspyrnu og nýju bókina. Víðir hefur skrifað bókina um Íslenska knattspyrnu samfellt frá árinu 1982. Í ár eru kápurnar á bókinni tvær og prýða Íslandsmeistarar Breiðabliks aðra kápuna en Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hina. Öðruvísi ár Hvað einkenndi knattspyrnuárið sem er að líða að mati Víðis? „Þetta var mjög öðruvísi ár ef við horfum á Íslandsmótið hér heima. Nú var keppnisfyrirkomulaginu breytt, mótið lengt, spilað út október og spiluð einföld umferð milli sex efstu og sex neðstu liðanna í Bestu deild karla sem verður svo gert á næsta ári í Bestu deild kvenna. Þetta var tímabær lenging á tímabilinu hérna á Íslandi,“ sagði Víðir Sigurðsson. Hér má sjá báðar útgáfurnar af bókinni um Íslenska knattspyrnu 2022.Fésbókin/Íslensk knattspyrna Fyrirkomulagið mun festa sig í sessi Fólk var misjafnlega ánægt með þessa stóru breytingu á Íslandsmótinu. „Þetta fór eins óheppilega og gat verið á fyrsta ári. Við vitum það að mót eru misjafnlega spennandi. Stundum, þó að það væri bara venjulegt 22 umferða mót, þá getur það verið búið löngu áður. Það gerðist núna, úrslitin voru ráðin snemma og þess vegna var ekki spenna í lokaumferðunum,“ sagði Víðir en hvernig sér hann þetta fyrir sér á komandi árum? Víðir Sigurðsson ræðir við Guðjón Guðmundsson.S2 Sport „Ég held að þetta fyrirkomulag muni bara festa sig í sessi. Við eigum eftir að sjá meiri útfærslu á þessu á næsta ári því þá er tekið upp umspil um að komast upp í Bestu deildina og svo framvegis. Þetta er sem betur fer allt í þróun og mótun. Tímabilið er að lengjast og við eigum að sjá það enn þá lengra á næsta ári því það byrjar fyrr,“ sagði Víðir. Ofurstutt tímabil hefur háð íslenska boltanum „Þetta er það sem hefur alltaf vantað í íslenska fótboltann því þetta ofurstutta tímabil hefur háð honum í mörg mörg ár,“ sagði Víðir. Guðjón vildi fá að vita skoðun Víðis á atvinnumönnunum okkar sem gengur illa að komast í stóru liðin í Evrópu karlamegin. „Hvað veldur,“ spurði Gaupi. Klippa: Víðir Sigurðsson gefur út bókina um Íslenska knattspyrnu Gætu náð langt „Þegar stórt er spurt. Við höfum ekki gert mikið af því í nokkuð mörg ár en það er að koma upp ung kynslóð af leikmönnum núna sem gætu náð langt. Þeir hafa verið að koma inn í A-landsliðið á síðustu einu, tveimur árum,“ sagði Víðir. „Ef við horfum hins vegar kvennamegin þá eru stúlkurnar okkar í hverju stórliðinu á fætur öðru. Þar eru þær komnar á toppinn margar hverjar,“ sagði Víðir. En hvað með A-landslið karla? Erum við að fara á stórmót með liðið á næstu árum? „Það finnst mér frekar ólíklegt en það má alltaf láta sig dreyma og liðið mun vonandi geta verið í baráttu um að komast þangað. Við vitum alveg að ef allt gengur upp þá er ekkert ómögulegt í fótbolta. Það verður mjög erfitt,“ sagði Víðir. Væri hættur ef þetta væri leiðinlegt Gaupi vildi vita hvort það verði aldrei leiðinlegt að skrifa svona bók í meira en fjörutíu ár. „Nei það hefur ekki orðið það hingað til. Þá væri ég bara hættur þessu ef þetta væri leiðinlegt. Þetta er bara partur af því að fylgjast með, skrá það hjá sér jafnóðum það sem gerist og sjá það síðan koma út í einu lagi. Geta síðan flett upp í því eftir á. Þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Víðir sem byrjar strax á næstu bók. „Já bara um leið og fyrstu leikir eru spilaðir. Það eru landsleikir 8. og 12. janúar sem dæmi og þá verð ég byrjaður að skrifa,“ sagði Víðir
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira