Samþykktu að birta skattskýrslur Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 08:26 Donald Trump gerði það að einu helsta stefnumáli sínu að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál hans yrðu opinber. AP/Andrew Harnik Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það. Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56