Átta sakfelldir fyrir ódæðið í Nice Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 17:38 Átta voru sakfelldir í dag fyrir að hafa aðstoðað hryðjuverkamanninn við ódæðið. AP/Paris Átta hafa verið sakfelldir fyrir að hafa aðstoðað hryðjuverkamanninn við ódæðið í Nice í Frakklandi árið 2016. 86 manns létust þegar sendiferðabíll keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade des Anglais í miðborg Nice að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí 2016 til að fylgjast með flugeldasýningu vegna Bastilludagsins, þjóðhátíðardags Frakka. Hryðjuverkamaðurinn, Mohamed Lahouaiej-Bouhlel, var skotinn til bana af lögreglu. Þau sem sakfelld voru í dag fyrir að hafa aðstoðað Bouhlel höfðu til að mynda aðstoðað hann við að leigja sendiferðabílinn og kaupa skotvopn. Gögn málsins benda þó til þess að hlutdeildarmennirnir hafi ekki nákvæmlega vitað hvað stæði til. New York Times greinir frá. Enn er óljóst hvers vegna hryðjuverkamaðurinn framdi ódæðið. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni en fjölskylda mannsins segir hann hafa verið haldinn ranghugmyndum. Systir Bouhlel sagðist hafa verið hrædd við hann, allir hefðu verið það. Vitnisburðurinn varpaði ekki frekara ljósi á málið, og þá sérstaklega hvort Bouhlel hafi haft einhver tengsl við íslamska ríkið. Rannsókn málsins bendir ekki til beinna tengsla við íslamska ríkið en fjölskylda hryðjuverkamannsins sagði að áhugi Bouhlel á íslamskri trú hafi hafist mjög skömmu fyrir árásina. Frakkland Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Fimm fyrir dóm í Frakklandi vegna árásarinnar í Nice Tengjast árásarmanninum Mohamed Lahouaiej-Bouhlel á einn eða annan hátt. 21. júlí 2016 10:15 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
86 manns létust þegar sendiferðabíll keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade des Anglais í miðborg Nice að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí 2016 til að fylgjast með flugeldasýningu vegna Bastilludagsins, þjóðhátíðardags Frakka. Hryðjuverkamaðurinn, Mohamed Lahouaiej-Bouhlel, var skotinn til bana af lögreglu. Þau sem sakfelld voru í dag fyrir að hafa aðstoðað Bouhlel höfðu til að mynda aðstoðað hann við að leigja sendiferðabílinn og kaupa skotvopn. Gögn málsins benda þó til þess að hlutdeildarmennirnir hafi ekki nákvæmlega vitað hvað stæði til. New York Times greinir frá. Enn er óljóst hvers vegna hryðjuverkamaðurinn framdi ódæðið. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni en fjölskylda mannsins segir hann hafa verið haldinn ranghugmyndum. Systir Bouhlel sagðist hafa verið hrædd við hann, allir hefðu verið það. Vitnisburðurinn varpaði ekki frekara ljósi á málið, og þá sérstaklega hvort Bouhlel hafi haft einhver tengsl við íslamska ríkið. Rannsókn málsins bendir ekki til beinna tengsla við íslamska ríkið en fjölskylda hryðjuverkamannsins sagði að áhugi Bouhlel á íslamskri trú hafi hafist mjög skömmu fyrir árásina.
Frakkland Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Fimm fyrir dóm í Frakklandi vegna árásarinnar í Nice Tengjast árásarmanninum Mohamed Lahouaiej-Bouhlel á einn eða annan hátt. 21. júlí 2016 10:15 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Fimm fyrir dóm í Frakklandi vegna árásarinnar í Nice Tengjast árásarmanninum Mohamed Lahouaiej-Bouhlel á einn eða annan hátt. 21. júlí 2016 10:15
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17