ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. júlí 2016 12:17 Húsleit var framkvæmd á heimili árásarmannsins. Vísir/Getty Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38