Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 09:21 Elon Musk (t.v.) vill að Anthony Fauci (t.h.) verði sóttur til saka, að því er virðist á grundvelli samsæriskenninga andstæðinga sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA/samsett Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum. Musk kallaði eftir því að Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna sem var andlit sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum vestanhafs, yrði saksóttur í tísti snemma í gærmorgun. „Fornöfnin mín eru Ákærið/Fauci,“ tísti Musk og gerði þannig á sama tíma lítið úr fornöfnum kynsegin fólks. Hann deildi einnig skopmynd af Fauci og Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem Fauci var í líki útsmogins og illgjarns ráðgjafa sem hneppti Þjóðann Þengilsson konung Róhans í álög í Hringadróttinssögu. Með tístinu virtist Musk taka undir gremju bandarískra hægrimanna sem töldu flestar aðgerðir vegna kórónuveirunnar óþarfar í garð Fauci. Repúblikanar, sem náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningnum í síðasta mánuði, hafa heitið því að rannsaka Fauci sérstaklega. Síðar í gær tók Musk af tvímæli um að hann aðhyllist samsæriskenningar um Fauci og faraldurinn þegar hann svaraði Scott Kelly, fyrrverandi geimfara og bróður öldungadeildarþingmanns demókrata, sem biðlaði til Musk um að gera ekki lítið úr transfólki. Sakaði Musk Fauci þá um að hafa „drepið milljónir manna“ á sama tíma og hann sagði transfólk „þröngva“ fornöfnum sínum upp á fólk sem kærði sig ekki um að vita um þau. Orðaskipti Musk og Scott Kelly um Anthony Fauci.Skjáskot Alls kyns samsæriskenningasinnar saka Fauci um að taka þátt í umfangsmiklu ráðabruggi yfirvalda í heiminum til að stjórna almenningi og drepa með kórónuveirufaraldrinum og bóluefnum gegn veirunni. Það á Fauci meðal annars að hafa gert með því að fjármagna rannsóknir í Wuhan. „Skammastu þín“ Fauci hefur áður lýst því hvernig hann og fjölskylda hans hafi legið undir áreiti og hótunum undanfarin ár, þar á meðal í viðtali í hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC í síðustu viku. „Ég er með góða öryggisvörslu en mér finnst það bara svo huglaust að áreita fólk sem er algerlega óviðkomandi, þar á meðal börnin mín,“ sagði Fauci þar. Gagnrýni á tíst Musk lét ekki á sér standa, að sögn vefmiðilsins Axios. „Það virðist ekki skynsamleg viðskiptaáætlun að koma sér í mjúkinn hjá bóluefnaafneiturum en málið er þetta: gætirðu látið góðan mann í friði fyrir að því er virðist endalausri leit þinni að athygli?“ tísti Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Minnesota og fyrrverandi frambjóðandi í forvali flokksins. „Þetta eru Bandaríkin. Þú getur valið þín fornöfn eins og þú vilt helst. En Anthony Fauci hefur líklega bjargað fleiri mannslífum en nokkur manneskja sem nú er á lífi í heiminum. Skammastu þín,“ tísti Dean Phillips, flokksbróðir Klobuchar í fulltrúadeildinni fyrir sama ríki. John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, sagði Fauci þjóðhetju og að framlagi hans til lýðheilsu yrði lengi minnst. „Þrátt fyrir velgengni þína í viðskiptum verður þín helst minnst fyrir að ala á hatri og sundrung opinberlega. Þú kannt að vera ríkur en þú hefur enga reisn,“ tísti Brennan. Dr. Fauci is a national hero who will be remembered for generations to come for his innate goodness & many contributions to public healthDespite your business success, you will be remembered most for fueling public hate & divisions. You may have money, but you have no class. https://t.co/0zabyXMERz— John O. Brennan (@JohnBrennan) December 11, 2022 Tísti Musk var þó ekki alls staðar tekið með gagnrýni. Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona yst af hægri jaðri Repúblikanaflokksins, tók undir tístið og sagðist hafa velþóknun á fornöfnum hans. Sagður hefja upp hægriöfgamenn af ásettu ráði Frá því að Musk festi kaup á Twitter hefur hann varið töluverðum tíma í að svara og taka undir alls kyns umkvörtunarefni notenda af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann ákvað á hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á miðilinn ásamt fjölda öfgamanna, þar á meðal nýnasista, sem fyrri stjórnendur höfðu bannað af ýmsum ástæðum. Þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að Twitter ætti að vera áreiðanlegasta uppspretta upplýsinga á netinu endurtísti Musk hómófóbískri samsæriskenningu eftir að hægriöfgamaður réðst á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, nýlega. Hann eyddi tístinu síðar án útskýringa og án þess að biðjast afsökunar. Síðustu daga hefur Musk ýjað sterklega að því að fyrri stjórnendur Twitter hafi viljandi kosið að láta barnaníð óáreitt. „Ég held að hann sé viljandi að valdefla hægriöfgamenn. Rök um að hann sé að reyna að hefja upp miðjuna eru augljóslega kjaftæði og það ætti að taka þeim sem slíkum,“ segir J.M. Berger, sérfræðingur í öfgahyggju á samfélagsmiðlum, við Business Insider. Musk á dóttur sem er kynsegin. Greint var frá því fyrr á þessu ári að hún hefði óskað eftir því að breyta nafni sínu, meðal annars til þess að slíta öll tengsl við föður sinn. Twitter Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Musk kallaði eftir því að Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna sem var andlit sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum vestanhafs, yrði saksóttur í tísti snemma í gærmorgun. „Fornöfnin mín eru Ákærið/Fauci,“ tísti Musk og gerði þannig á sama tíma lítið úr fornöfnum kynsegin fólks. Hann deildi einnig skopmynd af Fauci og Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem Fauci var í líki útsmogins og illgjarns ráðgjafa sem hneppti Þjóðann Þengilsson konung Róhans í álög í Hringadróttinssögu. Með tístinu virtist Musk taka undir gremju bandarískra hægrimanna sem töldu flestar aðgerðir vegna kórónuveirunnar óþarfar í garð Fauci. Repúblikanar, sem náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningnum í síðasta mánuði, hafa heitið því að rannsaka Fauci sérstaklega. Síðar í gær tók Musk af tvímæli um að hann aðhyllist samsæriskenningar um Fauci og faraldurinn þegar hann svaraði Scott Kelly, fyrrverandi geimfara og bróður öldungadeildarþingmanns demókrata, sem biðlaði til Musk um að gera ekki lítið úr transfólki. Sakaði Musk Fauci þá um að hafa „drepið milljónir manna“ á sama tíma og hann sagði transfólk „þröngva“ fornöfnum sínum upp á fólk sem kærði sig ekki um að vita um þau. Orðaskipti Musk og Scott Kelly um Anthony Fauci.Skjáskot Alls kyns samsæriskenningasinnar saka Fauci um að taka þátt í umfangsmiklu ráðabruggi yfirvalda í heiminum til að stjórna almenningi og drepa með kórónuveirufaraldrinum og bóluefnum gegn veirunni. Það á Fauci meðal annars að hafa gert með því að fjármagna rannsóknir í Wuhan. „Skammastu þín“ Fauci hefur áður lýst því hvernig hann og fjölskylda hans hafi legið undir áreiti og hótunum undanfarin ár, þar á meðal í viðtali í hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC í síðustu viku. „Ég er með góða öryggisvörslu en mér finnst það bara svo huglaust að áreita fólk sem er algerlega óviðkomandi, þar á meðal börnin mín,“ sagði Fauci þar. Gagnrýni á tíst Musk lét ekki á sér standa, að sögn vefmiðilsins Axios. „Það virðist ekki skynsamleg viðskiptaáætlun að koma sér í mjúkinn hjá bóluefnaafneiturum en málið er þetta: gætirðu látið góðan mann í friði fyrir að því er virðist endalausri leit þinni að athygli?“ tísti Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Minnesota og fyrrverandi frambjóðandi í forvali flokksins. „Þetta eru Bandaríkin. Þú getur valið þín fornöfn eins og þú vilt helst. En Anthony Fauci hefur líklega bjargað fleiri mannslífum en nokkur manneskja sem nú er á lífi í heiminum. Skammastu þín,“ tísti Dean Phillips, flokksbróðir Klobuchar í fulltrúadeildinni fyrir sama ríki. John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, sagði Fauci þjóðhetju og að framlagi hans til lýðheilsu yrði lengi minnst. „Þrátt fyrir velgengni þína í viðskiptum verður þín helst minnst fyrir að ala á hatri og sundrung opinberlega. Þú kannt að vera ríkur en þú hefur enga reisn,“ tísti Brennan. Dr. Fauci is a national hero who will be remembered for generations to come for his innate goodness & many contributions to public healthDespite your business success, you will be remembered most for fueling public hate & divisions. You may have money, but you have no class. https://t.co/0zabyXMERz— John O. Brennan (@JohnBrennan) December 11, 2022 Tísti Musk var þó ekki alls staðar tekið með gagnrýni. Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona yst af hægri jaðri Repúblikanaflokksins, tók undir tístið og sagðist hafa velþóknun á fornöfnum hans. Sagður hefja upp hægriöfgamenn af ásettu ráði Frá því að Musk festi kaup á Twitter hefur hann varið töluverðum tíma í að svara og taka undir alls kyns umkvörtunarefni notenda af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann ákvað á hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á miðilinn ásamt fjölda öfgamanna, þar á meðal nýnasista, sem fyrri stjórnendur höfðu bannað af ýmsum ástæðum. Þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að Twitter ætti að vera áreiðanlegasta uppspretta upplýsinga á netinu endurtísti Musk hómófóbískri samsæriskenningu eftir að hægriöfgamaður réðst á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, nýlega. Hann eyddi tístinu síðar án útskýringa og án þess að biðjast afsökunar. Síðustu daga hefur Musk ýjað sterklega að því að fyrri stjórnendur Twitter hafi viljandi kosið að láta barnaníð óáreitt. „Ég held að hann sé viljandi að valdefla hægriöfgamenn. Rök um að hann sé að reyna að hefja upp miðjuna eru augljóslega kjaftæði og það ætti að taka þeim sem slíkum,“ segir J.M. Berger, sérfræðingur í öfgahyggju á samfélagsmiðlum, við Business Insider. Musk á dóttur sem er kynsegin. Greint var frá því fyrr á þessu ári að hún hefði óskað eftir því að breyta nafni sínu, meðal annars til þess að slíta öll tengsl við föður sinn.
Twitter Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira