Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 08:06 Frá mótmælum gegn aftökum á írönskum mótmælendum sem voru haldin í Róm um helgina. Vísir/EPA Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða. Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða.
Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39