Íslenski boltinn

Kristinn Freyr til Vals í þriðja sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur - Dinamo Zagreb. Meistaradeild Evrópu karlar. Sumar 2021. Fótbolti, knattspyrna.
Valur - Dinamo Zagreb. Meistaradeild Evrópu karlar. Sumar 2021. Fótbolti, knattspyrna.

Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals í þriðja sinn. Hann kemur til liðsins frá FH.

Á síðasta tímabili lék Kristinn 29 leiki í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum með FH og skoraði í þeim fjögur mörk. Hann kom til FH frá Val þar sem hann lék fyrst 2013-16 og svo 2018-21. Í millitíðinni lék hann með Sundsvall í Svíþjóð.

Kristinn, sem verður 31 árs á jóladag, hefur alls leikið 218 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 42 mörk. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2018 og 2020 og bikarmeistari 2014 og 2015. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2016. Þá varð hann einnig næstmarkahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Auk Kristins hefur Valur fengið Elfar Frey Helgason frá Íslandsmeisturum Breiðabliks eftir að síðasta tímabili lauk.

Valur endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Heimir Guðjónsson hóf tímabilið við stjórnvölinn hjá Val en var látinn taka pokann sinn um mitt sumar. Ólafur Jóhannesson tók þá við. Hann lét af störfum eftir tímabilið og Arnar Grétarsson tók við. Arnar stýrði KA til 2. sætis í Bestu deildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×