Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 07:30 Cristiano Ronaldo spilaði rétt rúmlega 20 mínútur gegn Sviss og var fljótur inn í klefa eftir leik. Visionhaus/Getty Images Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53
Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00
Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01