Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 14:00 Fernando Santos og Cristiano Ronaldo þegar sá síðarnefndi var tekinn af velli gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni. Jean Catuffe/Getty Images Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Sjá meira
Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Sjá meira