Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:25 Donald Trump er enn bitur yfir því að hafa tapað forsetakosningunum árið 2020 fyrir Joe Biden. AP/Rebecca Blackwell Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. Trump hélt áfram stoðlausum ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020 á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Fyrrverandi forsetinn gekk þó lengra en oftast áður þar sem hann kallaði eftir því að stjórnarskráin yrði lögð til hliðar svo hægt væri að setja hann aftur í embættið. „Stórfelld svik af þessu tagi og umfangi leyfa það að öllum reglum, reglugerðum, og greinum sé eytt, jafnvel þeim sem eru í stjórnarskránni,“ skrifaði Trump í færslu sinni. Andew Bates, talsmaður Hvíta hússins sagði að allir ættu að fordæma yfirlýsingu Trumps þar sem það væri gegn þjóðarsálinni að ráðast á stjórnarskrána. „Maður getur ekki bara elskað Bandaríkin þegar maður vinnur,“ sagði Bates, að sögn Washington Post. Landsnefnd Demókrataflokksins fordæmdi ummæli Trumps í gær ásamt nokkrum öðrum stjórnmálamönnum, nær eingöngu demókrötum. Svo virðist sem að tilefni færslu Trumps hafi verið „uppljóstranir“ sem Elon Musk, eigandi Twitters, boðaði um að fyrri stjórnendur samfélagsmiðilsins hefðu kæft tjáningarfrelsið í aðdraganda forsetakosninganna á föstudag. Ekkert kom þó fram í löngum þræði fyrrverandi blaðamanns sem Musk fékk til að birta innanhússsamskipti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna um að miðlinum hefði verið beitt gegn Trump eða í þágu demókrata. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Trump hélt áfram stoðlausum ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020 á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Fyrrverandi forsetinn gekk þó lengra en oftast áður þar sem hann kallaði eftir því að stjórnarskráin yrði lögð til hliðar svo hægt væri að setja hann aftur í embættið. „Stórfelld svik af þessu tagi og umfangi leyfa það að öllum reglum, reglugerðum, og greinum sé eytt, jafnvel þeim sem eru í stjórnarskránni,“ skrifaði Trump í færslu sinni. Andew Bates, talsmaður Hvíta hússins sagði að allir ættu að fordæma yfirlýsingu Trumps þar sem það væri gegn þjóðarsálinni að ráðast á stjórnarskrána. „Maður getur ekki bara elskað Bandaríkin þegar maður vinnur,“ sagði Bates, að sögn Washington Post. Landsnefnd Demókrataflokksins fordæmdi ummæli Trumps í gær ásamt nokkrum öðrum stjórnmálamönnum, nær eingöngu demókrötum. Svo virðist sem að tilefni færslu Trumps hafi verið „uppljóstranir“ sem Elon Musk, eigandi Twitters, boðaði um að fyrri stjórnendur samfélagsmiðilsins hefðu kæft tjáningarfrelsið í aðdraganda forsetakosninganna á föstudag. Ekkert kom þó fram í löngum þræði fyrrverandi blaðamanns sem Musk fékk til að birta innanhússsamskipti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna um að miðlinum hefði verið beitt gegn Trump eða í þágu demókrata.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira