Erlent

Gengu í geimnum til að setja upp sólar­sellur

Kjartan Kjartansson skrifar
Sólarselluarmar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Myndin er frá síðasta leiðangri geimskutlunnar Endeavour þangað árið 2011.
Sólarselluarmar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Myndin er frá síðasta leiðangri geimskutlunnar Endeavour þangað árið 2011. Vísir/Getty

Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni.

Þeir John Cassada og Frank Rubio klæddust geimbúningum sínum og stigu út fyrir geimstöðina í gær. Geimgangan tók sjö klukkustundir en nýju sólarsellurnar eiga að auka raforkuframleiðslu geimstöðvarinnar um tæpan þriðjung.

Sólarsellurnar framleiða saman 120.000 vött af orku yfir „daginn“. Geimstöðin fer einn hring um jörðina á um það bil níutíu mínútum en á einum sólarhring fer hún um sextán hringi.

Myndbandið sem Alþjóðlega geimstöðin birti frá göngunni í gær var tekið með hjálmmyndavél Cassada þegar stöðin var á braut yfir norðvesturströnd Spánar í gær. Sporbraut Alþjóðlegu geimstöðvarinnar er í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×