Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 08:44 Íbúi í Soyapango fylgist með vopnuðum hermanni í aðgerðinni í borginni sem hófst í gær. Öllum vegum að borginni var lokað og fólk sem reyndi að yfirgefa hana var stöðvað. AP/Salvador Melendez Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor. El Salvador Mannréttindi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor.
El Salvador Mannréttindi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira