Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 08:44 Íbúi í Soyapango fylgist með vopnuðum hermanni í aðgerðinni í borginni sem hófst í gær. Öllum vegum að borginni var lokað og fólk sem reyndi að yfirgefa hana var stöðvað. AP/Salvador Melendez Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor. El Salvador Mannréttindi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor.
El Salvador Mannréttindi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira