Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni Smári Jökull Jónsson skrifar 2. desember 2022 07:00 Óskar Örn Hauksson starfar sem bílasali. Hann er ekki enn búinn að ákveða sitt næsta skref á ferlinum. Vísir/Sigurjón Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira