Erlent

Mótmælt með auðum blaðsíðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Auðu síðunum fjölgar hratt í mótmælunum sem nú ganga yfir Kína.
Auðu síðunum fjölgar hratt í mótmælunum sem nú ganga yfir Kína. AP Photo/Andy Wong

Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt.

Fólk hefur streymt út á götur og mótmælt hörðum aðgerðum stjórnvalda varðandi kórónuveiruna og nú hafa heyrst áköll um að forsetinn Xi Jinping segi hreinlega af sér. Farið er að bera á því að mótmælendur haldi uppi auðum A4 blöðum á mótmælunum og því farið að tala um blaðsíðubyltinguna.

Með því að halda uppi auðri blaðsíðu geti fólk komist hjá ritskoðun og refsingum en á sama tíma átti sig allir á því hverju sé verið að mótmæla. Nýjasta mótmælaaldan braust út í borginni Urumqi þar sem tíu manns létu lífið þegar háhýsi brann.

Borgarbúar hafa kennt hörðum sóttvarnareglum um hvernig fór í brunanum en margir segja að björgunarstörf hafi tafist vegna þeirrra.


Tengdar fréttir

Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir

Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir.

Staðfest kórónusmit aldrei fleiri í Kína

Kórónuveiran virðist vera að sækja verulega í sig veðrið í Kína þessi dægrin en í gær voru tæplega 32 þúsund tilfelli staðfest af veirunni í landinu öllu en það það mesta sem sést hefur þar frá því veiran fór fyrst að láta á sér kræla.

Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða

Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×