Íslenski boltinn

Arnór Sveinn aftur heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Sveinn Aðalsteinsson er kominn aftur í Kópavoginn.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson er kominn aftur í Kópavoginn. breiðablik

Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að þétta raðirnar og hafa fengið Arnór Svein Aðalsteinsson aftur heim frá KR.

Arnór er uppalinn Bliki og varð bikarmeistari með liðinu 2009 og Íslandsmeistari árið eftir. Hann fór til Noregs 2011 en sneri aftur til Breiðabliks 2014. Arnór gekk svo í raðir KR 2017 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.

Auk Arnórs hefur Breiðablik fengið Patrik Johannessen frá Keflavík, Alex Frey Elísson frá Fram og Eyþór Aron Wöhler frá ÍA.

Arnór, sem er 36 ára, hefur leikið 240 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað sjö mörk. Hann lék tólf landsleiki á sínum tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.