Íslenski boltinn

Einar Karl til Grindavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Karl Ingvarsson tekur slaginn með Grindavík á næsta tímabili.
Einar Karl Ingvarsson tekur slaginn með Grindavík á næsta tímabili. vísir/bára

Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins.

Einar Karl lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en yfirgaf félagið í haust. Þar áður lék hann með Val um nokkurra ára skeið. Einar Karl hefur leikið 160 leiki í efstu deild og skorað fjórtán mörk.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Einar Karl leikur með Grindavík. Hann var í láni hjá liðinu sumarið 2014 og lék þá níu leiki í B-deildinni og skoraði eitt mark.

Grindavík endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það var Alfreð Elíasi Jóhannssyni sagt upp og við starfi hans tók Helgi Sigurðsson. Hann hefur komið tveimur liðum upp úr Lengjudeildinni; Fylki 2017 og ÍBV 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×