Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 09:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“