Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 10:28 Úkraínsk leyniskytta að störfum í Kherson-héraði. Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir berjast við rússneska hermenn um Kinburn-skaga, sem þykir mjög mikilvægur. AP/Bernat Armangue Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46