Íslenski boltinn

Patrik til meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrik Johannesen er kominn í Kópavoginn.
Patrik Johannesen er kominn í Kópavoginn. breiðablik

Færeyski fótboltamaðurinn Patrik Johannesen er genginn í raðir Breiðabliks frá Keflavík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistaranna.

Patrik var markahæsti leikmaður Keflavíkur á síðasta tímabili. Hann skoraði tólf mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni og eitt mark í einum leik í Mjólkurbikarnum.

Hinn 27 ára Patrik hefur leikið tuttugu landsleiki fyrir Færeyjar. Auk þess að leika í heimalandinu og á Íslandi hefur Patrik leikið í Noregi.

Auk Patriks hefur Breiðablik fengið hægri bakvörðinn Alex Frey Elísson frá Fram og framherjann Eyþór Aron Wöhler frá ÍA.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.