Enski boltinn

Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo  gaf frá sér mikinn pening með því að yfirgefa Manchester United strax.
Cristiano Ronaldo  gaf frá sér mikinn pening með því að yfirgefa Manchester United strax. Getty/Lars Baron

Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu.

Ronaldo og United komust saman um að leikmaðurinn hætti strax enda var öllum ljóst að hann átti ekki möguleika á endurkomu á Old Trafford eftir viðtalið fræga við Piers Morgan.

Ronaldo er frjáls allra mála og getur byrjað að leita sér að nýju félagi. Hvort að það vilji hann einhver verður að koma í ljós en það fer kannski svolítið eftir frammistöðu hans á HM í Katar.

Skúbbarinn Fabrizio Romano segir frá því að Manchester United hafi sparað sér sautján milljónir punda á því að losna við að borga Ronaldo laun fram á sumar. Það eru tæpir 2,9 milljarðar í íslenskum krónum.

Fyrir vikið mun United reyna að finna framherja í janúarglugganum en á áætlun var að láta sér nægja að kaupa nýjan sóknarmann næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×