Kínverjar minnka losun en toppnum enn ekki náð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 12:13 Kolafarmurinn. Prammar drekkhlaðnir kolum á stóra skipaskurðinum við Yangzhou í Kína. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar. Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.
Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira