Veður

Bjart með köflum norðan- og vestan­til en hvessir á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu eitt til sjö stig í dag.
Hiti verður á bilinu eitt til sjö stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag þar sem bjart verður með köflum um landið norðan- og vestanvert. Áfram verður þó rigning eða skúrir á suðaustanverðu landinu. 

Á vef Veðurstofunnar segir að líkur séu á skúrum á suðvesturhorninu í kvöld og að það bæti heldur í vind. Hiti veður á bilinu eitt til sjö stig.

„Á morgun gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu, en heldur hægari og úrkomulítið fyrir norðan.

Það er ekki miklar breytingar að sjá á sunnudag því suðaustanáttin heldur áfram með rigningu, einkum suðaustantil, en úrkomulítið fyrir norðan.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis fyrir norðan og þurrt, en 13-20 og rigning sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast með suðurströndinni. Mun hægari sunnantil um kvöldið.

Á sunnudag: Suðaustan og austan 10-18 m/s og rigning, einkum suðaustanlands og á Austfjörðum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Austan 8-15 m/s og dálítil væta af og til, en rigning suðaustantil framan af degi. Hiti 0 til 7 stig.

Á þriðjudag: Austan og norðaustan og allvíða væta með köflum, en bjart að mestu suðvestanlands. Hiti í kringum frostmark.

Á miðvikudag: Stíf norðaustanátt og slydda eða snjókoma fyrir norðan, en þurrt syðra. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt og slyddu eða snjókoma norðvestantil, en rigning um austanvert landið, annars þurrt. Hiti um og yfir frostmarki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.