Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 20:03 Lula da Silva, verðandi forseti Brasilíu, lofaði stefnubreytingu í málefnum Amasonfrumskógarins í ræðu á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. AP/Nariman el-Mofty Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika.
Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira