Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 16:03 Konur ganga framhjá varðturni sem búið er að koma fjarstýrðum byssum fyrir á. AP/Mahmoud Illean Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52