Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 15:18 Benjamín Netanjahú ásamt eiginkonu sinni, Söru, á kosningavöku í nótt. Getty/Amir Levy Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984. Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984.
Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13
Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04