Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2022 16:08 Eldflaugar hæfðu þrjú íbúðarhús í Kænugarði. AP/Andrew Kravchenko Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Engir sjálfsprengjudrónar frá Íran voru notaðir við árásirnar. Margar Eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Ráðamenn í Kænugarði segja ástandið alvarlegt í kjölfar árásarinnar. #Ukraine: A Russian cruise missile (Kh-101/Kh-55) was shot down by Ukrainian Air Defense systems over #Kyiv today. pic.twitter.com/kiHiTvLDh0— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Hér má sjá myndband sem tekið var í sprengjuskýli í Úkraínu í dag. Dnipro, one of the bomb shelters pic.twitter.com/A1hDUlH7Vm— English (@TpyxaNews) November 15, 2022 Ekki fyrsta umfangsmikla árásin Úkraínumenn unnu nýverið mikinn sigur þegar Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar og vendingarnar marka mikil kaflaskil í átökunum í Úkraínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar gera umfangsmiklar eldflaugaárásir á Úkraínu en það var einnig gert eftir undanhaldið frá Kharkív-héraði og eftir að árásin var gerð á brúnna yfir Kerchsund, sem tengir meginland Rússlands við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Ráðamenn í Kænugarði hafa sagt að árásir sem þessar geri lítið annað en að stappa stálinu í úkraínsku þjóðina. Þær sýni nauðsyn þess að sigra Rússa og reka þá á brott frá öllum hernumdum svæðum landsins. Here s what Kyiv looks like this evening after Russia s latest missile barrage targeting energy infrastructure. Half of the Ukrainian capital a city of nearly 4 million people is without power. pic.twitter.com/mDdvKIkH00— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 15, 2022 Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, var staddur í Kænugarði í dag og þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi. Í tístum sem hann birt fyrr í dag sagði hann Hollendinga staðráðna í að standa við bakið á Úkraínumönnum, þeir gætu treyst á Hollendinga. Being in #Kyiv and witnessing the appalling damage inflicted on this city by Russian aggression hardens my determination to hold the perpetrators to account. It is my deepest conviction that we have a duty to help #Ukraine in every way possible. #StandWithUkraine 2/3— Wopke Hoekstra (@WBHoekstra) November 15, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03 Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Engir sjálfsprengjudrónar frá Íran voru notaðir við árásirnar. Margar Eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Ráðamenn í Kænugarði segja ástandið alvarlegt í kjölfar árásarinnar. #Ukraine: A Russian cruise missile (Kh-101/Kh-55) was shot down by Ukrainian Air Defense systems over #Kyiv today. pic.twitter.com/kiHiTvLDh0— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Hér má sjá myndband sem tekið var í sprengjuskýli í Úkraínu í dag. Dnipro, one of the bomb shelters pic.twitter.com/A1hDUlH7Vm— English (@TpyxaNews) November 15, 2022 Ekki fyrsta umfangsmikla árásin Úkraínumenn unnu nýverið mikinn sigur þegar Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar og vendingarnar marka mikil kaflaskil í átökunum í Úkraínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar gera umfangsmiklar eldflaugaárásir á Úkraínu en það var einnig gert eftir undanhaldið frá Kharkív-héraði og eftir að árásin var gerð á brúnna yfir Kerchsund, sem tengir meginland Rússlands við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Ráðamenn í Kænugarði hafa sagt að árásir sem þessar geri lítið annað en að stappa stálinu í úkraínsku þjóðina. Þær sýni nauðsyn þess að sigra Rússa og reka þá á brott frá öllum hernumdum svæðum landsins. Here s what Kyiv looks like this evening after Russia s latest missile barrage targeting energy infrastructure. Half of the Ukrainian capital a city of nearly 4 million people is without power. pic.twitter.com/mDdvKIkH00— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 15, 2022 Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, var staddur í Kænugarði í dag og þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi. Í tístum sem hann birt fyrr í dag sagði hann Hollendinga staðráðna í að standa við bakið á Úkraínumönnum, þeir gætu treyst á Hollendinga. Being in #Kyiv and witnessing the appalling damage inflicted on this city by Russian aggression hardens my determination to hold the perpetrators to account. It is my deepest conviction that we have a duty to help #Ukraine in every way possible. #StandWithUkraine 2/3— Wopke Hoekstra (@WBHoekstra) November 15, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03 Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03
Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10
Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46