Erlent

Jarðar­búar nú orðnir átta milljarðar talsins

Atli Ísleifsson skrifar
Kína er enn fjölmennasta ríki heims en spár Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir að Indland muni taka við þeim titli á næsta ári.
Kína er enn fjölmennasta ríki heims en spár Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir að Indland muni taka við þeim titli á næsta ári. Getty

Sameinuðu þjóðirnar áætla að fjöldi jarðarbúa fari yfir átta milljarða í dag.

Sagt er frá þessu á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að fjölgunina síðustu ár megi rekja til þess að meðalævilíkur hafi víða lengst vegna betri lífsskilyrða – bættrar lýðheilsu, næringar, hreinlætis og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Einnig megi rekja fjölgunina til aukinnar fæðingartíðni í sumum heimshlutum.

Tólf ár eru síðan mannfjöldinn rauf sjö milljarða múrinn. Spár gera ráð fyrir að fjöldinn fari í níu milljarða árið 2037, sem sé merki um að það hægi nú nokkuð á fjölguninni. Þá er gert ráð fyrir að tíu milljarða múrinn verði ekki rofinn fyrr en 2080 og að nokkuð eftir það muni mannfjöldinn fara lækkandi.

Síðustu ár og áratugi hefur fjölgunin verið mest í Karíbahafi, Suður-Ameríku og í löndum sunnan Sahara í Afríku.

Ástæða þess að gert sé ráð fyrir að hægja muni á fjölguninni á næstu áratugum er að með aukinni velsæld sé eignist fólk að jafnaði færri börn.

Kína er enn fjölmennasta ríki heims en spár Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir að Indland taka við þeim titli þegar á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×