Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2022 20:31 Cristiano Ronaldo hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta fyrir Manchester United. Getty Images/David Davies Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. Ronaldo mætti í viðtal hjá Piers Morgan á sunnudagskvöld og fór vandlega yfir allt sem hann telur að hjá Manchester United. Enn á annar hluti viðtalsins eftir að koma út en Man Utd hefur ákveðið að tjá sig ekki um það sem fór þar fram þar sem forráðamenn félagsins vilja ræða við lögfræðing fyrst. Í yfirlýsingu sem félagið gaf út sagði einfaldlegaað það vissi af umræðunni í kringum viðtalið en það myndi ekki tjá sig fyrr en öll kurl væru komin til grafar. Einnig sagði þar að félagið stefndi á að byggja ofan á þá trú og samheldni sem leikmenn, starfsfólk og stuðningsfólk hefðu myndað. Club statement.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 14, 2022 Það hefur þó verið staðfest að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sé ósáttur með tímasetningu viðtalsins en Man United vann í gærkvöld dramatískan 2-1 sigur á Fulham. Liðið mun ekki leika aftur fyrr en eftir jól þar sem enska úrvalsdeildin fer nú í pásu á meðan HM í Katar fer fram. Það verður að teljast einkar ólíklegt að hinn 37 ára gamli Ronaldo spili aftur fyrir Man United eftir nýjasta útspil hans. Talið er að félagið leiti nú allra lausna til að rifta samningi hans án þess að þurfa borga leikmanninum þau laun sem hann myndi fá ef hann yrði hjá Man Utd út samningstímann. Fótbolti Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Ronaldo mætti í viðtal hjá Piers Morgan á sunnudagskvöld og fór vandlega yfir allt sem hann telur að hjá Manchester United. Enn á annar hluti viðtalsins eftir að koma út en Man Utd hefur ákveðið að tjá sig ekki um það sem fór þar fram þar sem forráðamenn félagsins vilja ræða við lögfræðing fyrst. Í yfirlýsingu sem félagið gaf út sagði einfaldlegaað það vissi af umræðunni í kringum viðtalið en það myndi ekki tjá sig fyrr en öll kurl væru komin til grafar. Einnig sagði þar að félagið stefndi á að byggja ofan á þá trú og samheldni sem leikmenn, starfsfólk og stuðningsfólk hefðu myndað. Club statement.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 14, 2022 Það hefur þó verið staðfest að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sé ósáttur með tímasetningu viðtalsins en Man United vann í gærkvöld dramatískan 2-1 sigur á Fulham. Liðið mun ekki leika aftur fyrr en eftir jól þar sem enska úrvalsdeildin fer nú í pásu á meðan HM í Katar fer fram. Það verður að teljast einkar ólíklegt að hinn 37 ára gamli Ronaldo spili aftur fyrir Man United eftir nýjasta útspil hans. Talið er að félagið leiti nú allra lausna til að rifta samningi hans án þess að þurfa borga leikmanninum þau laun sem hann myndi fá ef hann yrði hjá Man Utd út samningstímann.
Fótbolti Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01
Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31
Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31