Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 13:10 Yevgeny Nuzhin var dæmdur morðingi sem gekk til liðs við Wagner Group í skiptum fyrir náðun. Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Yevgeny Nuzhin, og gekk hann til liðs við Wagner beint úr fangelsi, þar sem hann sat inni fyrir morð. Á myndbandinu sást hann bundinn á höndum og með höfuðið límt við múrstein. Þá sagðist hann á myndbandinu hafa svikið Rússland og að rétta ætti yfir honum. Við það var hann sleginn tvisvar sinnum í höfuðið með sleggju. Myndbandið var fyrst birt á Telegram rás sem tengist Wagner Group og bar það titillinn „Hamar hefndarinnar“. Í frétt Wall Street Journal segir að Nuzhin hafi verið handsamaður af Úkraínumönnum í september og í kjölfarið hafi hann rætt við fjölmiðla. Í viðtalinu sagði hann frá því að hvernig hann hefði gengið til liðs við Wagner í skiptum fyrir náðun. Nuzhin sagði einnig frá því að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ hefði ráðið sig og aðra fanga þegar hann kom til fangelsis í Ryazan og ræddi við fanga þar. Nuzhin sagði að á víglínunum notaði Wagner fanga sem fallbyssufóður og að hersveit hans hefði nánast verið þurrkuð út á tveimur dögum. Því sagðist hann hafa ætlað að berjast í staðinn gegn Rússlandi. Hvernig hann endaði svo aftur í höndum Wagner liggur ekki fyrir, samkvæmt WSJ. Lofaði aftökuna Prigozhin tjáði sig um myndbandið í ummælum sem birt voru á samfélagsmiðlum í dag. Þar vitist hann gera lítið úr Nuzhin og sagði ljóst að hann hefði ekki fundið hamingjuna í Úkraínu. Hann lofaði meðal annars myndbandið fyrir góða leikstjórn og sagðist hafa setið dolfallinn yfir því. Auðjöfurinn sakaði Nuzhin í öðrum ummælum einnig um að vera svikari og sagði margskonar svikara í Rússlandi. Sumir legðu niður vopn og gengu til liðs við óvininn á meðal aðrir sætu á skrifstofum sínum og hugsuðu ekki um eigið fólk. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Dmítrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vildi ekki tjá sig um myndbandið í morgun. Hann sagði það ekki koma yfirvöldum við. Það sagði hann þegar hann var spurður út í ummæli Prigozhins um myndbandið. Skuggaher Rússlands Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Eftir að hafa lengi þvertekið fyrir að reka málaliðahópinn viðurkenndi Prigozhin nýverið að hann hefði stofnað Wagner Group eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og með því markmiði að senda málaliða til Úkraínu. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Lengi sakaðir um ódæði Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Yevgeny Nuzhin, og gekk hann til liðs við Wagner beint úr fangelsi, þar sem hann sat inni fyrir morð. Á myndbandinu sást hann bundinn á höndum og með höfuðið límt við múrstein. Þá sagðist hann á myndbandinu hafa svikið Rússland og að rétta ætti yfir honum. Við það var hann sleginn tvisvar sinnum í höfuðið með sleggju. Myndbandið var fyrst birt á Telegram rás sem tengist Wagner Group og bar það titillinn „Hamar hefndarinnar“. Í frétt Wall Street Journal segir að Nuzhin hafi verið handsamaður af Úkraínumönnum í september og í kjölfarið hafi hann rætt við fjölmiðla. Í viðtalinu sagði hann frá því að hvernig hann hefði gengið til liðs við Wagner í skiptum fyrir náðun. Nuzhin sagði einnig frá því að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ hefði ráðið sig og aðra fanga þegar hann kom til fangelsis í Ryazan og ræddi við fanga þar. Nuzhin sagði að á víglínunum notaði Wagner fanga sem fallbyssufóður og að hersveit hans hefði nánast verið þurrkuð út á tveimur dögum. Því sagðist hann hafa ætlað að berjast í staðinn gegn Rússlandi. Hvernig hann endaði svo aftur í höndum Wagner liggur ekki fyrir, samkvæmt WSJ. Lofaði aftökuna Prigozhin tjáði sig um myndbandið í ummælum sem birt voru á samfélagsmiðlum í dag. Þar vitist hann gera lítið úr Nuzhin og sagði ljóst að hann hefði ekki fundið hamingjuna í Úkraínu. Hann lofaði meðal annars myndbandið fyrir góða leikstjórn og sagðist hafa setið dolfallinn yfir því. Auðjöfurinn sakaði Nuzhin í öðrum ummælum einnig um að vera svikari og sagði margskonar svikara í Rússlandi. Sumir legðu niður vopn og gengu til liðs við óvininn á meðal aðrir sætu á skrifstofum sínum og hugsuðu ekki um eigið fólk. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Dmítrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vildi ekki tjá sig um myndbandið í morgun. Hann sagði það ekki koma yfirvöldum við. Það sagði hann þegar hann var spurður út í ummæli Prigozhins um myndbandið. Skuggaher Rússlands Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Eftir að hafa lengi þvertekið fyrir að reka málaliðahópinn viðurkenndi Prigozhin nýverið að hann hefði stofnað Wagner Group eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og með því markmiði að senda málaliða til Úkraínu. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Lengi sakaðir um ódæði Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28
Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44