Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 13:10 Yevgeny Nuzhin var dæmdur morðingi sem gekk til liðs við Wagner Group í skiptum fyrir náðun. Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Yevgeny Nuzhin, og gekk hann til liðs við Wagner beint úr fangelsi, þar sem hann sat inni fyrir morð. Á myndbandinu sást hann bundinn á höndum og með höfuðið límt við múrstein. Þá sagðist hann á myndbandinu hafa svikið Rússland og að rétta ætti yfir honum. Við það var hann sleginn tvisvar sinnum í höfuðið með sleggju. Myndbandið var fyrst birt á Telegram rás sem tengist Wagner Group og bar það titillinn „Hamar hefndarinnar“. Í frétt Wall Street Journal segir að Nuzhin hafi verið handsamaður af Úkraínumönnum í september og í kjölfarið hafi hann rætt við fjölmiðla. Í viðtalinu sagði hann frá því að hvernig hann hefði gengið til liðs við Wagner í skiptum fyrir náðun. Nuzhin sagði einnig frá því að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ hefði ráðið sig og aðra fanga þegar hann kom til fangelsis í Ryazan og ræddi við fanga þar. Nuzhin sagði að á víglínunum notaði Wagner fanga sem fallbyssufóður og að hersveit hans hefði nánast verið þurrkuð út á tveimur dögum. Því sagðist hann hafa ætlað að berjast í staðinn gegn Rússlandi. Hvernig hann endaði svo aftur í höndum Wagner liggur ekki fyrir, samkvæmt WSJ. Lofaði aftökuna Prigozhin tjáði sig um myndbandið í ummælum sem birt voru á samfélagsmiðlum í dag. Þar vitist hann gera lítið úr Nuzhin og sagði ljóst að hann hefði ekki fundið hamingjuna í Úkraínu. Hann lofaði meðal annars myndbandið fyrir góða leikstjórn og sagðist hafa setið dolfallinn yfir því. Auðjöfurinn sakaði Nuzhin í öðrum ummælum einnig um að vera svikari og sagði margskonar svikara í Rússlandi. Sumir legðu niður vopn og gengu til liðs við óvininn á meðal aðrir sætu á skrifstofum sínum og hugsuðu ekki um eigið fólk. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Dmítrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vildi ekki tjá sig um myndbandið í morgun. Hann sagði það ekki koma yfirvöldum við. Það sagði hann þegar hann var spurður út í ummæli Prigozhins um myndbandið. Skuggaher Rússlands Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Eftir að hafa lengi þvertekið fyrir að reka málaliðahópinn viðurkenndi Prigozhin nýverið að hann hefði stofnað Wagner Group eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og með því markmiði að senda málaliða til Úkraínu. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Lengi sakaðir um ódæði Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Yevgeny Nuzhin, og gekk hann til liðs við Wagner beint úr fangelsi, þar sem hann sat inni fyrir morð. Á myndbandinu sást hann bundinn á höndum og með höfuðið límt við múrstein. Þá sagðist hann á myndbandinu hafa svikið Rússland og að rétta ætti yfir honum. Við það var hann sleginn tvisvar sinnum í höfuðið með sleggju. Myndbandið var fyrst birt á Telegram rás sem tengist Wagner Group og bar það titillinn „Hamar hefndarinnar“. Í frétt Wall Street Journal segir að Nuzhin hafi verið handsamaður af Úkraínumönnum í september og í kjölfarið hafi hann rætt við fjölmiðla. Í viðtalinu sagði hann frá því að hvernig hann hefði gengið til liðs við Wagner í skiptum fyrir náðun. Nuzhin sagði einnig frá því að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ hefði ráðið sig og aðra fanga þegar hann kom til fangelsis í Ryazan og ræddi við fanga þar. Nuzhin sagði að á víglínunum notaði Wagner fanga sem fallbyssufóður og að hersveit hans hefði nánast verið þurrkuð út á tveimur dögum. Því sagðist hann hafa ætlað að berjast í staðinn gegn Rússlandi. Hvernig hann endaði svo aftur í höndum Wagner liggur ekki fyrir, samkvæmt WSJ. Lofaði aftökuna Prigozhin tjáði sig um myndbandið í ummælum sem birt voru á samfélagsmiðlum í dag. Þar vitist hann gera lítið úr Nuzhin og sagði ljóst að hann hefði ekki fundið hamingjuna í Úkraínu. Hann lofaði meðal annars myndbandið fyrir góða leikstjórn og sagðist hafa setið dolfallinn yfir því. Auðjöfurinn sakaði Nuzhin í öðrum ummælum einnig um að vera svikari og sagði margskonar svikara í Rússlandi. Sumir legðu niður vopn og gengu til liðs við óvininn á meðal aðrir sætu á skrifstofum sínum og hugsuðu ekki um eigið fólk. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Dmítrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vildi ekki tjá sig um myndbandið í morgun. Hann sagði það ekki koma yfirvöldum við. Það sagði hann þegar hann var spurður út í ummæli Prigozhins um myndbandið. Skuggaher Rússlands Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Eftir að hafa lengi þvertekið fyrir að reka málaliðahópinn viðurkenndi Prigozhin nýverið að hann hefði stofnað Wagner Group eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og með því markmiði að senda málaliða til Úkraínu. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Lengi sakaðir um ódæði Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28
Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44