Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 15:30 Skjáskot úr myndbandinu. Rússneskumælandi maður sem myndaði pyntingu og morð sýrlensks fanga er starfsmaður rússneska málaliðafyrirtækisins Wagner Group og Wagner PMC, sem tengist ríkisstjórn Rússlands. Málaliðarnir hafa verið kallaðir skuggaher Rússlands en umsvif fyrirtækisins hafa aukist verulega í Mið-Austurlöndum og Afríku á undanförnum árum. Talið er að myndbandið hafi verið tekið upp árið 2017 í Homs í Sýrlandi. Það sýnir hóp grímuklæddra rússneskumælandi manna berja fanga með ítrekað með stórri sleggju. Að endingu skera þeir af honum höfuðið og hendurnar, hengja líkið upp á hvolfi, stilla sér upp fyrir mynd með því og brenna það. Á meðan á þessu stendur má heyra mennina hlæja og virðast þeir ölvaðir. Þegar einn þeirra er að skera höfuðið af fanganum með hnífi eru hinir að kalla á hann og segja honum að drífa sig. Aðrir ráðleggja honum hvernig best sé að komast í gegnum mænuna. Á meðan líkið brennur heyrast mennirnir grínast með grillveislur og rif. Rússneska dagblaðið Novaya Gazeta hefur borið kennsl á manninn og heitir hann Stanislav D. Blaðamenn hafa ekki birt fullt nafn hans til að verja fjölskyldu hans. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn og bjó í suðurhluta Rússlands. Hann skrifaði árið 2016 þegar hann gekk til liðs við Wagner að hann gerði það til að „vernda hagsmuni Rússlands erlendis“. Í umfjöllun Novaya Gazeta segir að svo virðist sem að annað mannshöfuð liggi á jörðinni nærri fanganum umrædda.Sjá einnig: Vopnaðir menn sátu fyrir bíl rússneskra blaðamannaRússneski miðillinn segir fangann hafa heitið Mohammed Taha Ismail Al-Abdullah. Hann hafi fæðist árið 1986 en flúið Sýrland einhvern tímann eftir að borgarastyrjöldin hófst þar. Hann er þó sagður hafa snúið aftur árið 2017 og var hann kallaður í stjórnarher Sýrlands. Hann mun þó hafa gerst liðhlaupi en var gómaður.Birt í lokuðum hópi starfsmanna Wagner Samkvæmt frétt Guardian hafa bútar myndbandsins verið birtir á netinu frá 2017 en myndbandið í heild var birt í síðustu viku. Það var gert á lokuðum hópi fyrir starfsmenn Wagner á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. Allir mennirnir á myndbandinu, nema einn, voru grímuklæddir en undir lok þess heyrist einn segja: „Hyljið andlit ykkar … eða, það skiptir ekki máli, því þetta myndband verður hvort eð er aldrei birt.“ Blaðamenn Novaya höfðu samband við eiginkonu mannsins sem þeir segja að hafi tekið myndbandið og sendu henni skjáskot af honum og spurðu hvort hún gæti staðfest að þetta væri eiginmaður hennar. Klukkustund eftir að hún sá skilaboðin svaraði hún og sagði það ekki rétt. Skömmu seinna lokaði hún síðu sinni. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir málið ekki koma rússneskum hermönnum við á nokkurn hátt. Wagner PMC var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einn þeirra sem fjármagnar Wagner PMC. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa komið að átökum í Sýrlandi, Úkraínu og víða í Afríku. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum.Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Rússland Sýrland Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira
Rússneskumælandi maður sem myndaði pyntingu og morð sýrlensks fanga er starfsmaður rússneska málaliðafyrirtækisins Wagner Group og Wagner PMC, sem tengist ríkisstjórn Rússlands. Málaliðarnir hafa verið kallaðir skuggaher Rússlands en umsvif fyrirtækisins hafa aukist verulega í Mið-Austurlöndum og Afríku á undanförnum árum. Talið er að myndbandið hafi verið tekið upp árið 2017 í Homs í Sýrlandi. Það sýnir hóp grímuklæddra rússneskumælandi manna berja fanga með ítrekað með stórri sleggju. Að endingu skera þeir af honum höfuðið og hendurnar, hengja líkið upp á hvolfi, stilla sér upp fyrir mynd með því og brenna það. Á meðan á þessu stendur má heyra mennina hlæja og virðast þeir ölvaðir. Þegar einn þeirra er að skera höfuðið af fanganum með hnífi eru hinir að kalla á hann og segja honum að drífa sig. Aðrir ráðleggja honum hvernig best sé að komast í gegnum mænuna. Á meðan líkið brennur heyrast mennirnir grínast með grillveislur og rif. Rússneska dagblaðið Novaya Gazeta hefur borið kennsl á manninn og heitir hann Stanislav D. Blaðamenn hafa ekki birt fullt nafn hans til að verja fjölskyldu hans. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn og bjó í suðurhluta Rússlands. Hann skrifaði árið 2016 þegar hann gekk til liðs við Wagner að hann gerði það til að „vernda hagsmuni Rússlands erlendis“. Í umfjöllun Novaya Gazeta segir að svo virðist sem að annað mannshöfuð liggi á jörðinni nærri fanganum umrædda.Sjá einnig: Vopnaðir menn sátu fyrir bíl rússneskra blaðamannaRússneski miðillinn segir fangann hafa heitið Mohammed Taha Ismail Al-Abdullah. Hann hafi fæðist árið 1986 en flúið Sýrland einhvern tímann eftir að borgarastyrjöldin hófst þar. Hann er þó sagður hafa snúið aftur árið 2017 og var hann kallaður í stjórnarher Sýrlands. Hann mun þó hafa gerst liðhlaupi en var gómaður.Birt í lokuðum hópi starfsmanna Wagner Samkvæmt frétt Guardian hafa bútar myndbandsins verið birtir á netinu frá 2017 en myndbandið í heild var birt í síðustu viku. Það var gert á lokuðum hópi fyrir starfsmenn Wagner á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. Allir mennirnir á myndbandinu, nema einn, voru grímuklæddir en undir lok þess heyrist einn segja: „Hyljið andlit ykkar … eða, það skiptir ekki máli, því þetta myndband verður hvort eð er aldrei birt.“ Blaðamenn Novaya höfðu samband við eiginkonu mannsins sem þeir segja að hafi tekið myndbandið og sendu henni skjáskot af honum og spurðu hvort hún gæti staðfest að þetta væri eiginmaður hennar. Klukkustund eftir að hún sá skilaboðin svaraði hún og sagði það ekki rétt. Skömmu seinna lokaði hún síðu sinni. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir málið ekki koma rússneskum hermönnum við á nokkurn hátt. Wagner PMC var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einn þeirra sem fjármagnar Wagner PMC. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa komið að átökum í Sýrlandi, Úkraínu og víða í Afríku. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum.Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins.
Rússland Sýrland Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira