Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2022 22:31 Samira Suleman hefur skorað 67 mörk í 113 deildar- og bikarleikjum á Íslandi. vísir/arnar Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. „Árið 2017, þegar ég var að spila, greindist ég með æxli í maga og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Samira í samtali við Vísi. „Þetta var mikið áfall en guð er svo góður og fólkið í fótboltanum á Íslandi er ótrúlegt og það hjálpaði mér að gangast undir aðgerðina og koma til baka. Eins og við segjum stundum: þú veist ekki hversu sterkur þú ert nema þegar það að vera sterkur er eini kosturinn í stöðunni.“ Æxlið, sem var á stærð við keilukúlu, var fjarlægt úr maga Samiru. Hún segir að tíminn eftir aðgerðina hafi verið erfiður. „Ég hafði engan annan kost. Ég varð að láta reyna á þetta. Fjölskyldan mín treystir á mig og fótboltinn er mér allt. Ég varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun. En ég þakka guði og ég hef getað spilað leikinn sem ég elska aftur,“ sagði Samira. Hún gerði ekki ráð fyrir því að hún myndi spila fótbolta aftur eftir aðgerðina. „Stundum er sagt að við íþróttafólk séum í svo góðu formi og verðum ekki veik en það var erfitt fyrir mig að þurfa að fara í aðgerð. Ég var smeyk en þetta er allt öðru vísi hérna en heima fyrir. Aðgerðin gekk vel, fótboltasamfélagið og allir hjálpuðu mér og ég kom sterkari til baka,“ sagði Samira. Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Árið 2017, þegar ég var að spila, greindist ég með æxli í maga og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Samira í samtali við Vísi. „Þetta var mikið áfall en guð er svo góður og fólkið í fótboltanum á Íslandi er ótrúlegt og það hjálpaði mér að gangast undir aðgerðina og koma til baka. Eins og við segjum stundum: þú veist ekki hversu sterkur þú ert nema þegar það að vera sterkur er eini kosturinn í stöðunni.“ Æxlið, sem var á stærð við keilukúlu, var fjarlægt úr maga Samiru. Hún segir að tíminn eftir aðgerðina hafi verið erfiður. „Ég hafði engan annan kost. Ég varð að láta reyna á þetta. Fjölskyldan mín treystir á mig og fótboltinn er mér allt. Ég varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun. En ég þakka guði og ég hef getað spilað leikinn sem ég elska aftur,“ sagði Samira. Hún gerði ekki ráð fyrir því að hún myndi spila fótbolta aftur eftir aðgerðina. „Stundum er sagt að við íþróttafólk séum í svo góðu formi og verðum ekki veik en það var erfitt fyrir mig að þurfa að fara í aðgerð. Ég var smeyk en þetta er allt öðru vísi hérna en heima fyrir. Aðgerðin gekk vel, fótboltasamfélagið og allir hjálpuðu mér og ég kom sterkari til baka,“ sagði Samira.
Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira