Íslenski boltinn

Katrín Ás­björns­dóttir í Breiða­blik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katrín og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Katrín og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik

Sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika meið liðinu næstu tvö tímabil í Bestu deild kvenna. Katrín kemur frá Stjörnunni, silfurliði Bestur deildarinnar í sumar.

Frá þessu greinir Breiðablik á samféalgsmiðlum sínum. Þar segir: „Katrín hefur verið áberandi í efstu deild frá því hún steig á sviðið með KR sumarið 2009. Hún er búin að vera með betri sóknarmönnum deildarinnar og hefur skorað 125 mörk í 282 mótsleikjum.“

Ásamt því að spila með KR þá hefur Katrín leikið með Þór/KA og svo Stjörnunni á ferli sínum. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari. Þá lék hún 15 leiki í norsku úrvalsdeildinni með Klepp árið 2015.

Katrín á að baki 19 A-landsleiki sem og fjölda yngri landsleiki. Sóknarmaðurinn öflugi var ein sú besta í Bestu deildinni síðasta sumar þar sem hún skoraði 9 mörk í 16 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×