Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. nóvember 2022 15:39 Getty Images Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu. Spánn Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu.
Spánn Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira