Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 11:35 Metangas er aðaluppistaðan í jarðgasi. Umframmetansgasi er oft brennt við olíu- og gasvinnslu en í mörgum tilfellum eru brennsluturnarnir bilaðir eða slökkt á þeim þannig að metan sleppur beint út í andrúmsloftið. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringurinn sem myndast þegar metani er brennt. AP/David Goldman Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42