Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:45 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18