Íslenski boltinn

Óskar Örn kveður Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Örn Hauksson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna.
Óskar Örn Hauksson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. vísir/diego

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, hefur yfirgefið Stjörnuna eftir eitt tímabil í herbúðum liðsins.

Eftir að hafa spilað með KR í fimmtán ár gekk Óskar í raðir Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Hann átti ekki fast sæti í liði Garðbæinga en spilaði 26 leiki í deild og bikar með Stjörnunni og skoraði þrjú mörk.

Auk Óskars hafa Einar Karl Ingvarsson og Ólafur Karl Finsen yfirgefið Stjörnuna sem endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

Óskar, sem er 38 ára, hefur leikið 373 leiki í efstu deild og skorað 88 mörk. Hann bætti leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild fyrir tveimur árum. Óskar er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu KR.

Óskar varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með KR. Þar áður lék hann með Njarðvík og Grindavík. Hann spilaði einnig um tíma sem atvinnumaður í Noregi og Kanada.

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×