Veður

All­hvöss norð­vestan­átt norðan­til og víða úr­koma

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður á bilinu núll til átta stig. Hlýjast syðst.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu núll til átta stig. Hlýjast syðst. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir að norðaustanáttin verði ríkjandi á landinu í dag. Hún verði allhvöss á norðvestanverðu landinu og einnig á annesjum fyrir norðan.

Á vef Veðurstofunnar segir að á norðanverðu landinu verði rigning eða slydda með köflum í dag, en bætii svo í úrkomuna á morgun. Hiti á landinu verður á bilinu núll til átta stig, hlýjast syðst.

Annars staðar er mun hægari vindur og úrkomuminna. Á suðvestanverðu landinu verður þurrt í dag, en þó líkur á lítilsháttar vætu í kvöld.

Annað kvöld bætir í vindinn á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu og því um að gera að fylgjast með þróun veðurspáa á þeim slóðum.

Norðaustanáttin verður viðloðandi fram að helgi en þá snýst í stífa suðaustlæga átt með rigningu víða.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Gengur í norðaustan hvassviðri á Vestfjörðum, en hægari vindur annars staðar. Víða rigning og sums staðar slydda um landið norðanvert, en þurrt suðvestantil. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu og hiti um frostmark, en suðlæg eða breytileg átt annars staðar og rigning eða slydda með köflum. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Suðlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en rigning eða slydda á Vestfjörðum í fyrstu. Vaxandi austlæg átt sunnantil þegar líður á daginn. Hiti 1 til 7 stig, svalast norðaustanlands.

Á sunnudag: Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt og víða rigning, einkum suðaustantil, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig.

Á mánudag: Suðaustlæg átt og víða væta, en úrkomulítið vestantil. Kólnar.

Á þriðjudag: Útlit fyrir minnkandi suðaustlæga átt og rigningu sunnanlands, en þurrt fyrir norðan. Hiti um og yfir frostmarki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×