Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 13:49 Mestöll raforka í Sviss er framleidd með vatnsafli eða kjarnorku. Því leita stjórnvöld þar óhefðbundinna leiða til þess að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08