Stympingar í Skírisskógi: „Aldrei séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:45 Mönnum var heitt í hamsi áður en flautað var til leiks í Skírisskógi. Reuters Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur staðfest að markmannsþjálfari liðsins sé með áverka eftir að lenda upp á kant við vallarstarfsmann Nottingham Forest fyrir leik liðanna í gær, laugardag. Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00