Veður

Hætt við flughálku á Öxnadalsheiði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Aðstæður eru ekki þær sömu og á myndinni.
Aðstæður eru ekki þær sömu og á myndinni. vísir/vilhelm

Norðaustanlands skapast í dag aðstæður þar sem hætt er við frostrigningu og með flughálku, þegar milt og rakt loft flæðir yfir frostkalt yfirborð. Einkum frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar gerir þessar ábendingar í fréttatilkynningu. 

Næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir austan 5-15 m/s, hvassast syðst. Dálítilli rigningu eða slyddu með köflum á austanverðu landinu, en bjart vestantil. 

Þá bætir heldur í úrkomu á morgun, en lengst af þurrt vestanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×