Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 09:31 Gnýir éta gras sem þjóðgarðsverðir skildu eftir fyrir þá á Samburu-náttúruverndarsvæðinu í Kenía í síðasta mánuði. Þurrkurinn í Austur-Afríku er sagður sá versti í áratugi. AP/Brian Inganga Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43