Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 16:32 Reynt verður að grípa eldflaugina með þessari þyrlu. Rocket Lab Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki. Fyrsta stig eldflaugarinnar, sem er af gerðinni Electron, mun bera gervihnöttinn og seinna stig eldflaugarinnar langt upp í gufuhvolfið áður en það slitnar frá seinna stiginu og fellur aftur til jarðar í fallhlíf. Áhöfn þyrlu mun svo í kjölfarið reyna að grípa fyrsta stigið og fallhlífina í loftinu. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu en skotglugginn svokallaði opnast klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Uppfært 18:00 Rocket Lab teymið greinir frá því að tilraunin hafi ekki tekist sem skyldi: „Því miður munum við ekki ná Electron „þurri“ til baka. Við vorum tilbúin með varaáætlun; að láta flaugina enda úti í sjó. Við látum ykkur vita hvernig gengur á næstu klukkutímum.“ We’ve just had an update from the recovery team and unfortunately it looks like we are not going to bring Electron home dry today, but we do have the back up option of an ocean splashdown so we'll bring you updates on that operation in the hours to come— Rocket Lab (@RocketLab) November 4, 2022 Hægt er að fylgjast með því hvernig gekk hér að neðan. Þetta verður níunda geimskot Rocket Lab á þessu ári Electron eldflaugarnar eru hannaðar til að bera smáa gervihnetti á tiltölulega lága sporbraut. Forsvarsmenn Rocket Lab tilkynntu þó seint í fyrra að verkfræðingar fyrirtækisins ynnu að þróun nýrrar og stærri eldflaugar sem eigi að vera endurnýtanleg og lenda á jörðinni eftir geimskot. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Markmiðið er að fara í samkeppni við bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur þróað Falcon-9 eldflaugarnar en þær eru einnig hannaðar til að lenda á jörðinni eftir geimskot og eru orðnar mjög áreiðanlegar. Starfsmenn SpaceX framkvæmdu nýverið þeirra fimmtugasta geimskot á þessu ári. Sjá einnig: Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Hér að neðan má sjá tveggja ára gamalt 360 gráðu myndband sem sýnir hvernig starfsmenn Rocket Lab vonast til þess að grípa eldflaugina. Nýja-Sjáland Tækni Geimurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Fyrsta stig eldflaugarinnar, sem er af gerðinni Electron, mun bera gervihnöttinn og seinna stig eldflaugarinnar langt upp í gufuhvolfið áður en það slitnar frá seinna stiginu og fellur aftur til jarðar í fallhlíf. Áhöfn þyrlu mun svo í kjölfarið reyna að grípa fyrsta stigið og fallhlífina í loftinu. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu en skotglugginn svokallaði opnast klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Uppfært 18:00 Rocket Lab teymið greinir frá því að tilraunin hafi ekki tekist sem skyldi: „Því miður munum við ekki ná Electron „þurri“ til baka. Við vorum tilbúin með varaáætlun; að láta flaugina enda úti í sjó. Við látum ykkur vita hvernig gengur á næstu klukkutímum.“ We’ve just had an update from the recovery team and unfortunately it looks like we are not going to bring Electron home dry today, but we do have the back up option of an ocean splashdown so we'll bring you updates on that operation in the hours to come— Rocket Lab (@RocketLab) November 4, 2022 Hægt er að fylgjast með því hvernig gekk hér að neðan. Þetta verður níunda geimskot Rocket Lab á þessu ári Electron eldflaugarnar eru hannaðar til að bera smáa gervihnetti á tiltölulega lága sporbraut. Forsvarsmenn Rocket Lab tilkynntu þó seint í fyrra að verkfræðingar fyrirtækisins ynnu að þróun nýrrar og stærri eldflaugar sem eigi að vera endurnýtanleg og lenda á jörðinni eftir geimskot. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Markmiðið er að fara í samkeppni við bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur þróað Falcon-9 eldflaugarnar en þær eru einnig hannaðar til að lenda á jörðinni eftir geimskot og eru orðnar mjög áreiðanlegar. Starfsmenn SpaceX framkvæmdu nýverið þeirra fimmtugasta geimskot á þessu ári. Sjá einnig: Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Hér að neðan má sjá tveggja ára gamalt 360 gráðu myndband sem sýnir hvernig starfsmenn Rocket Lab vonast til þess að grípa eldflaugina.
Nýja-Sjáland Tækni Geimurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira