Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 13:41 Rocket Lab Fyrirtækið Rocket Lab hefur opinberað næstu kynslóð eldflauga þess sem eiga að vera endurnýtanlegar. Eldflaugarnar heita Neutron og er markmiðið að nota þær í samkeppni við SpaceX. Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt. Geimurinn Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt.
Geimurinn Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira