Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 15:18 Benjamín Netanjahú ásamt eiginkonu sinni, Söru, á kosningavöku í nótt. Getty/Amir Levy Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984. Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984.
Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13
Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04