Enski boltinn

Ný­ríkt New­cast­le gerir at­lögu að Meistara­deildar­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það er gaman að vera í Newcastle þessa dagana.
Það er gaman að vera í Newcastle þessa dagana. EPA-EFE/PETER POWELL

Gott gengi Newcastle United heldur áfram en liðið vann 4-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrr í dag. Þá vann Crystal Palace nauman sigur á Southampton á meðan Brentford og Úlfarnir gerðu 1-1 jafntefli.

Staðan á St. James´ Park í Newcastle var markalaus þangað til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Tíu mínútum áður hafði Emi Martinez, markvörður Villa, farið meiddur af velli og Robin Olsen kominn í markið.

Hann kom engum vörnum við þegar Callum Wilson skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar boltinn fór í hendina á Ashley Young innan vítateigs.

Í síðari hálfleik gengu heimamenn á lagið. Wilson bætti við öðru marki sínu sem og Newcastle á 57. mínútu. Joelinton kom Newcastle í 3-0 tveimur mínútum síðar og Miguel Almiron skreytti kökuna með fjórða marki heimamanna á 67. mínútu.

Newcastle er áfram í 4. sæti, nú með 24 stig að loknum 13 leikjum. Aston Villa er í 15. sæti með 12 stig.

Odsonne Edouard skoraði eina markið í 1-0 sigri Palace á Southampton. Þá skoruðu Ben Mee og Rúben Neves í 1-1 jafntefli Brentford og Úlfanna. Diego Costa stimplaði sig inn í ensku úrvalsdeildina með því að næla sér í rautt spjald í uppbótartíma.


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Potter sem stjóri Chelsea kom gegn gamla félaginu

Brighton & Hove Albion vann sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti sínum fyrrum stjóra, Graham Potter, og lærisveinum hans í Chelsea í dag. Þetta var fyrsta tap Chelsea eftir að Potter tók við stjórnartaumunum.

Bentancur hetja Tottenham í ótrúlegum endurkomusigri

Rodrigo Bentancur reyndist hetja Tottenham er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 2-3, en heimamenn höfðu náð tveggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×