Veður

Víða hálka í morguns­árið

Árni Sæberg skrifar
Hálku hefur orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Hálku hefur orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands varar við því að ísing geti myndast á vegum og gangstéttum á vestanverðu landinu snemma í dag. Þá hafa Vísi borist ábendingar um að víða hafi verið hált á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Í athugasemd vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að ísing geti myndast á vestanverðu landinu þar sem þar er víða bleyta og veghiti að nálgast frostmark.

Af öðrum veðurhorfum er það að segja að suðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, ríkir á landinu öllu í dag og lítilsháttar væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi.

Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.

Á morgun verður austlæg eða breytileg átt þrír til tíu en austan tíu til fimmtán við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og austantil en bjart með köflum á norðan- og vestanverðu landinu. Bætir í úrkomu suðaustantil seinnipartinn. Hiti tvö til tíu stig, hlýjast syðst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×