Íslenski boltinn

Bak­við tjöldin við gerð skjaldarins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skjöldurinn hefur farið á loft í Bestu deild kvenna og mun gera slíkt hið sama í Bestu deild karla um næstu helgi.
Skjöldurinn hefur farið á loft í Bestu deild kvenna og mun gera slíkt hið sama í Bestu deild karla um næstu helgi. Vísir/Diego

Karlalið Breiðabliks tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn þegar liðið fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar. Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar að Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum. 

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni fáum við að skyggnast bakvið tjöldin við gerð skjaldarins, allt frá hugmynd til hönnunar og framleiðslu.

Skjöldurinn er gjöf frá Norðuráli

Það vekur athygli að skjöldurinn er steyptur úr áli og er alfarið íslensk framleiðsla.

„Í hönnunarferlinu kom upp sú hugmynd að steypa skjöldinn úr íslensku áli. Við höfðum samband við Norðurál sem tók mjög vel í hugmyndina og bauðst til þess að kosta gerð skjaldarins sem við erum mjög þakklát fyrir. Skjöldurinn er gerður úr Natur-Al áli sem Norðurál framleiðir, en það er grænasta áli í heimi og kolefnissporið er innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu,“ segir Björn Þór Ingason markaðssstjóri Íslensk Toppfótbolta, ÍTF.

Sigurvegarar frá upphafi ritaðir á bakhlið skjaldarins

Á bakhlið skjaldarins verður ritað nöfn allra meistara frá upphafi og gert er ráð fyrir því að hægt sé að veita skjöldin allt til ársins 2111.

„Innblástur vörumerkis Bestu deildarinnar og skjaldarins kemur nánast að öllu leyti frá merki sem grafið var í fyrsta Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1912. Okkur fannst það skemmtilegt að hugsa þennan skjöld sem ákveðið framhald af fyrsta bikarnum og því vildum við að hafa alla meistara frá upphafi á bakhlið skjaldarins,“ segir Björn Þór jafnframt.

Klippa: Besta deildin: Bak­við tjöldin við gerð skjaldarinsFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.